Tix.is

Event info

Viðburðurinn er í minn­ingu þeirra sem lát­ist hafa í sjálfs­vígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna van­líðanar, sjálfs­vígs­hugs­ana og sjálfsskaða."Úr myrkrinu í ljósið" er viðburður til styrkt­ar Píeta sam­tök­un­um sem bjóða ókeyp­is úrræði fyr­ir fólk í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um, við sjálfsskaða og veita aðstoð fyr­ir aðstand­end­ur og þá sem misst hafa ást­vini í sjálfs­vígi.

Gangan "Úr myrkrinu í ljósið" verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Við hvetjum fólk til að sameinast við sólarupprás og minna okkur á að það birtir alltaf til. Hugsum til allra sem eiga um sárt að binda. Gangan er nú þinn viðburður til styrktar Píeta samtökunum , sem bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, við sjálfsskaða og veita aðstoð og stuðning fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.

Við hvetjum alla til að búa til sinn eigin viðburð , en undanfarin ár höfum við gengið 5km víða um land við sólarupprás, sem er um miðja nótt.

Í ár verður ekki hefðbundin ganga vegna Covid-19 og því biðjum við fólk að taka þátt með öðruvísi nálgun.

Hvað á ég að gera 8. maí ?
Þú getur tekið daginn extra snemma og upplifað sólarupprás eða hvenær sem er dagsins.

Við hvetjum alla til að fara út að ganga, hlaupa eða hjóla, fara á rúntinn og skoða sólarupprásina, kíkja á gosið og jafnvel ganga á fjöll, dansa eða bara vera. Sameinumst í hugsun og verki.