Tix.is

Event info

Austur Ultra er nýtt náttúruhlaup sem haldið verður á Austurlandi 7. ágúst. Í Austur Ultra er hlaupið um Austurstræti sem er meginleið Stafafells í Lóni. Leiðin liggur frá vatnaskilum á Marköldu um 50 km til sjávar. Eitt stórkostlegasta og fjölbreytilegasta þversnið af mikilfenglegri íslenskri náttúru. Frá hálendismelum um grösugan dal óbyggða. Litskrúðugum skriðum, hrikalegu jökulsárgljúfri, gróskumiklum birkiskógi, út heimafjallið og meðfram votlendi að lokamarkinu á sléttunni mitt á milli Eystra og Vestra Horns.

Þrjár vegalengdir eru í boði sem kallar á mismunandi lausnir að koma sér á upphafspunkt. Á þessum punktum eru einnig drykkjarstöðvar. Vegur liggur upp úr Fljótsdsdal að Sauðárvatni þar sem 50 km hlaup hefst og er boðið upp á akstur þangað sem er ekki hluti af skráningargjaldi. Sama gildir um skutl í Eskifell (20 km) vegna hlaups þaðan. Hægt er að komast á öllum bílum að Raftagili vegna 10 km hlaups.

Tímataka er í höndum timataka.net og er notast við tímatökubúnað frá MyLaps.

Nánari upplýsingar má finna á www.austurultra.is

*Aldurstakmark: 12 ára