Tix.is

Event info

10. bekkur Víðistaðaskóla hefur sett upp söngleiki frá stofnun skólans. Með hverju árinu hafa söngleikirnar orðið veglegri og metnaðarfyllri og í ár setja nemendur upp söngleikinn Annie.  

Bráðfyndni, hugljúfi og æsispennandi söngleikurinn Annie fjallar um unga munaðarlausa stúlku sem býr á ömurlegu munaðarleysingjahæli sem rekið er af harðstjóranum Frú Karitas. Þessar vonlausu aðstæður hennar breytast mikið þegar hún er valin til að eyða viku á heimili milljarðamæringsins Daníel Oliver. Fljótlega heillar hún allt starfsliðið í húsinu og jafnvel hinn kaldlynda Daníel. Hann ákveður að hjálpa Annie að finna foreldra sína sem hún týndi fyrir mörgum árum með því að bjóða þeim verðlaun ef þau koma til hans og geta sannað hver þau eru. Fröken Karitas, hinn illviljaði bróðir hennar Kútur og kærastan hans Lilla, ákveða að þykjast vera foreldrar Annie til að fá verðlaunin handa sjálfum sér en þetta setur Annie í mikla hættu.

Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt saman í höndum krakkanna og foreldra þeirra. Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og foreldra og koma allir nemendur í 10. bekk á einhvern hátt að verkefninu. Metnaðurinn er mikill í hópnum og allir eru ákafir í að gera sitt besta.

Leikstjóri sýningarinnar er Gunnella Hólmarsdóttir, Andrés Þór Þorvarðarson er hljómsveitastjóri og Jóhanna Ómarsdóttir sér um söngþjálfun.

Sýningar verða á þessum tímum:
Fimmtudaginn 18. mars kl. 20
Föstudaginn 19. mars kl. 20
Laugardaginn 20. mars kl. 13 og 17
Sunnudaginn 21. mars kl. 13 og 17

Gætt verður að öllum sóttvörnum og tryggt að eitt laust sæti verði á milli allra pantana. 

Tryggið ykkur miða sem fyrst