Tix.is

Event info

Árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs eru nú haldnir með breyttu sniði í takt við tilmæli sóttvarnarlæknis. Í stað þess að allar þrjár hljómsveitir skólans komi fram á einum tónleikum er nú skipt í þrenna tónleika og kemur ein hljómsveit fram á hverjum tónleikum.

Hljóðfæraleikarar A sveitar sem koma fram á fyrstu tónleikum dagsins eru þau yngstu af nemendum SK og eru flest úr 4. og 5. bekk grunnskóla. Þau hafa lært á hljóðfæri í eitt til tvö ár og eru mjög spennt að sýna áhorfendum hvað þau hafa lært á þessum stutta tíma.

Hljóðfæraleikarar B sveitar sem koma fram á þessu tónleikum eru flest úr 6. og 7. bekk grunnskóla. Þau hafa lært á hljóðfæri í þrjú til fjögur ár og hafa því öðlast þó nokkra færni í því að koma fram á tónleikum. Þau er líka spennt fyrir því að geta loksins haldið tónleika eftir heilt ár af tónleikaþurrð.

Hljóðfæraleikarar C sveitar sem koma fram á þessu tónleikum á aldrinum 13 – 20 ára. C sveitin er flaggskip Skólahljómsveitar Kópavogs og tekst á við erfiðustu verkefnin af hljómsveitunum þremur. Þau er líka spennt fyrir því að geta loksins haldið tónleika eftir heilt ár af tónleikaþurrð.