Tix.is

Event info

Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli rússneska skáldjöfursins Fjodors Dostojevskís verður efnt til námskeiðs um eitt af höfuðritum heimsbókmenntanna, Karamazov bræðurna.

Gunnar Þorri Pétursson, þýðandi og bókmenntafræðingur, leiðir námskeiðið en hann nam rússneskar bókmenntir í Moskvu og Sankti Pétursborg og hefur rannsakað verk Dostojevskís um áratuga skeið. Á fimm vikum mun Gunnar Þorri ljúka upp undraheimum þessarar áhrifamiklu skáldsögu og kryfja þær stóru spurningar sem verkið spyr um mannlega tilvist.

Forlagið gaf á dögunum út Karamazov-bræðurna í rómaðri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur sem lengi hefur verið ófáanleg. Hvatamenn útgáfunnar og námskeiðsins eru Ástvinir Rússlands - menningarfélag en að því standa Ragnheiður Pálsdóttir og Kristín Eiríksdóttir auk Gunnars Þorra.

Námskeiðið verður haldið fimm miðvikudagskvöld frá 28. apríl - 26. maí kl. 19.30 - 21.30.

Námskeiðið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

HÉR má finna facebook viðburð námskeiðsins.