Tix.is

Event info

Söngskemmtun Íslensku Óperunnar
Ólafur Kjartan og Bjarni Frímann
Föstudaginn 19.mars, kl 20:00 í Norðurljósum

Á tónleikunum sem bera yfirskriftina „Sungið upp úr dagbókinni“ munu listamennirnir flytja helstu aríur og verk sem Ólafur hefur sungið á fjölum hinna fjölmörgu óperuhúsa þar sem hann hefur komið fram og einnig mun hann flytja nokkur verk úr dagbókinni framundan.

Ólafur Kjartan hefur um árabil verið meðal leiðandi óperusöngvara á landinu og hefur átt glæsilegan feril erlendis. Helstu hlutverk hans hjá Íslensku óperunni hafa m.a. verið Fígaró í Brúðkaupi Fígarós, Rigoletto sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir og Scarpia í Tosca en fyrir það hlutverk hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngvari ársins 2018. Í febrúar 2022 verður uppfærsla ÍÓ á Valkyrjunni sett upp þar sem Ólafur mun syngja hlutverk Wotan í fyrsta sinn sem er mikið tilhlökkunarefni.

Bjarni Frímann hefur verið Tónlistarstjóri Íslensku óperunnar frá árinu 2018 og á að baki glæsilegan tónlistarferil sem hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Hann hefur stjórnað uppfærslum Íslensku óperunnar á undanförnum árum og fengið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins 2020.

Að sjálfssögðu verður þeim sóttvarnarreglum framfylgt sem verða í gildi á tónleikadeginum. Það á við um fjölda, fjarlægð milli gesta og um grímunotkun.

Íslenska óperan býður ykkur hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.