Tix.is

Event info

Mathias Halvorsen píanóleikari, Ragnar Jónsson sellóleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari leika blandaða efnisskrá fyrir þessi þrjú hljóðfæri í Hannesarholti, laugardaginn 27. febrúar kl. 14.

Á efnisskránni verða verk eftir Grazynu Bacewicz, Claude Debussy og Ludwig van Beethoven.

Mathias Halvorsen píanóleikari, Ragnar Jónsson sellóleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari leika blandaða efnisskrá fyrir þessi þrjú hljóðfæri í Hannesarholti, laugardaginn 27. febrúar kl. 14.

Á efnisskránni verða verk eftir Grazynu Bacewicz, Claude Debussy og Ludwig van Beethoven.

Mathias Halvorsen er frá Noregi og nam píanóleik í Osló og Leipzig. Árið 2008 stofnaði hann Podium tónlistarhátíðina í Haugesund sem haldin hefur verið árlega síðan. Auk þessu hefur hann á ferli sínum tekið þátt í mjög fjölbreyttum verkefnum og má þar nefna tvíleikssýninguna Peaches Christ Superstar með kanadísku söng- og listakonunni Peaches, sem þau ferðuðust með um heiminn við góðan orðstýr og upptökuverkefnisins On Goldberg, sem er samstarfsverkni hans og norska slagverksleikarans Jan Martin Gismervik byggt á Goldbergtilbrigðum Bachs.

Ragnar Jónsson stundar um þessar mundir meistaranám í sellóleik hjá Francis Gouton við Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst Mannheim. Áður var hann við nám í Kaupmannahöfn, París, Trossingen og Reykjavík. Eftir sigur í keppninni Ungir einleikarar lék hann sellókonsert Elgars með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flytur kammer- og nútímatónlist reglulega. Ragnar er ástríðumyndlistarmaður, og hefur m.a. hannað plaköt og plötuumslög fyrir ýmis verkefni, m.a. fyrir Agalma III og V úr Agalma Improvisation Series, en það er tónleikaröð og útgáfa tileinkuð spunaforminu.

Hulda Jónsdóttir nam fiðluleik hérlendis og við The Juilliard School í New York og flutti að námi loknu til Þýskalands þar sem hún lék m.a. í hljómsveit Staatsoper Hamburg, með kammersveitinni Ensemble Resonanz og stofnaði strengjakvintettinn Wooden Elephant sem sérhæfir sig í flutningi á útsetningum Ians Anderson, víóluleikara hópsins, á heilum plötum/verkum tónlistarfólks úr heimi raftónlistar. Fyrsta stúdíóplata hópsins, á túlkun þeirra af Kid A hljómsveitarinnar Radiohead, mun vera gefin út af Backlash Music vorið 2021. Frá árinu 2018 hefur Hulda starfað sem uppfærslumaður 2. fiðlu við Det Kongelige Kapel í Kaupmannahöfn.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11.30-17 alla daga nema mánudaga. Helgardögurður framreiddur til 14.30. Borðapantanir.

Efnisvalmynd

Eining

AÐALVALMYND

Eining

TUNGUMÁL

IS

Eining

Eining

LEITA Á VEFNUMLEITA...LEITA

Eining



Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11.30-17 alla daga nema mánudaga. Helgardögurður framreiddur til 14.30. Borðapantanir.