Tix.is

Event info

SOLO undankeppni PRIX DU NORD

Borgarleikhúsinu sunnudaginn 21.febrúar kl. 15:00

SOLO einstaklingskeppnin í klassískum listdansi er undankeppni fyrir norrænu keppnina PRIX DU NORD sem haldin verður í Gautaborg um miðjan júní næstkomandi ef aðstæður v. Covid leyfa. Nánar um aðalkeppnina er hægt að nálgast á heimasíðu keppninnar https://prixdunord.org/ .

SOLO undankeppnin er mikil lyftistöng fyrir klassíska listdansinn hérlendis og er hún mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema. Í undankeppninni gefst nemendum tækifæri á að spreyta sig í krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara. Gera má ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni en þátttakendur í ár eru 19 talsins. Styrktaraðilar keppninnar eru dansverslunin Arena Eiðistorgi og verslunin Ástund Austurveri.

Hægt er að kaupa streymi í gegnum þessa slóð hér: https://www.skjaskot.is/dans

Miðasala fer fram í Borgarleikhúsinu og á Tix.is.

Miðaverð í áhorfendasal er 3000 kr.

Miðaverð á beint streymi frá keppninni er 1500 kr.

Góða skemmtun!