Tix.is

  • Mar 16th 5:00 PM
Ticket price:6.900 kr.
Event info

Vilt þú koma þér og efninu þín vel og örugglega á framfæri? Þarftu í starfi þínu að kynna efni og koma fram opinberlega? Viltu æfa þig í að koma fram í fjölmiðlum? Viltu undirbúa þig betur fyrir fyrirlestra og ræðuhöld? Hvernig geta samfélagsmiðlar komið að góðum notum? Viltu fá aukið sjálfstraust til að koma fram? 

Eva Laufey og Edda hafa að undanförnu haldið vinsæl námskeið fyrir konur um helstu atriði í framkomu og verður næsta námskeið haldið 16.mars næstkomandi. Námskeiðið verður á líflegum nótum þar sem farið verður yfir mikið af praktískum atriðum í bland við reynslusögur. 

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu:
• Hvernig skrifarðu grein?
• Hvernig flyturðu glærukynningu?
• Hvernig undirbýrðu og flytur ræðu?
• Hvernig byggirðu upp samfélagsmiðla fyrir einstakling og fyrirtæki?
• Hvernig nýtirðu sem best samfélagsmiðla?
• Hvernig undirbýrðu þig fyrir sjónvarpsviðtöl?
• Hvernig undirbýrðu þig fyrir útvarpsviðtöl?
• Hvernig undirbýrðu þig fyrir fundarstjórn?
• Hvernig undirbýrðu þig fyrir þátttöku í panelumræðum?
• Hvernig breytirðu verkefnum í viðskiptatækifæri?
• Með hvaða hætti nýtum við sannfæringarkraft okkar sem best?
• Hvernig er hægt að undirbúa og æfa framkomu? 

Einnig verður fjallað um konur og launaviðræður og hvernig gott tengslanet getur nýst í leik og starfi.

 

Um Eddu og Evu Laufey:

Edda Hermannsdóttir er markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka en hún er hagfræðingur að mennt. Edda starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins þar sem hún vann markvisst að því að auka vægi kvenna í viðskiptafréttum. Hún stýrði VB Sjónvarpi en hún var einnig spyrill í Gettu betur í þrjú ár. Edda hefur á undanförnum árum stýrt fjölmörgum fundum og ráðstefnum. Á síðasta ári gaf Edda út bókina Framkoma þar sem farið er yfir hagkvæm atriði framkomu. 

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur um árabil starfað við dagskrárgerð hjá Stöð 2, meðal annars að þáttunum Í eldhúsi Evu, Ísskápastríð og Allir geta dansað. Eva stýrir matarvefsíðunni evalaufeykjaran.is og hefur gefið út tvær matreiðslubækur, unnið sem blaðamaður á Gestgjafanum og fleiri verkefnum tengdum mat og matarskrifum. Eva er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst.