Tix.is

Event info

Jólatónleikar Hljómlistafélags Ölfuss verða sendir út í beinu streymi beint í stofuna heim til þín föstudagskvöldið 18. desember.

Að þessu sinni verður fyrirkomulagið þannig að þau sem vilja horfa á tónleikana kaupa "miða" á tix.is og fá sendan link á tónleikadag sem veitir þeim aðgang að tónleikunum.

Jólatónleikar Hljómlistafélags Ölfuss eru fjáröflunartónleikar þar sem allir gefa sitt vinnuframlag og upphæðin sem safnast rennur óskipt í sjóð til uppbyggingar á æfinga- og upptökuaðstöðu Hljómlistafélags Ölfuss sem er í undirbúning.

Fram kemur fjölmargt tónlistarfólk á öllum aldri sem á það sameiginlegt að eiga heima í Sveitarfélaginu Ölfusi eða eiga sterka tengingu þangað.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 föstudagskvöldið 18. desember og aðgangseyrir er að minnsta kosti 2000 kr. fyrir hvern aðgang en fólki er frjálst að greiða meira með því að kaupa fleiri miða vilji það leggja stærri upphæð til í söfnun Hljómlistafélagsins.