Tix.is

Event info

Hannesarholt hlúir að hjarta menningarinnar með að bjóða uppá samsöng annan hvern sunnudag kl.14. Textar birtast á tjaldi og allir syngja með, í salnum eða heima hjá sér og fylgjast með streymi úr Hannesarholti. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Sesselja Magnúsdóttir, eða Sessý eins og hún er kölluð, heldur utanum söngstundina sunnudaginn 11.október. Hún hefur sungið í yfir 20 ár, í hljómsveitum, dúettum, við veisluhöld og víðar. Hún hefur tekið lagið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins, sungið inná disk með Friðriki Karlssyni (Móðir og barn), tekið þátt í fyrstu Idol Stjörnuleitinni og komið fram útum allt land. Sessý syngur nánast allar tegndir tónlistar en blús, jazz, latíntónlist og popp verður oftast fyrir valinu. Sessý starfar við söng og söngkennslu, hún hefur kennt krökkum á söngnámskeiðum í u.þ.b. 15 ár, fyrst hjá Maríu Björk og svo á eigin vegum síðustu ár.

Sessý finnst að allir ættu að syngja sem finnst það gaman, burtséð frá getu og reynslu og er hún því sérstaklega glöð að fá að taka þátt í samsöng Hannesarholts. Að syngja er heilandi og gefandi, ber ávöxt innra með okkur og það að syngja saman í hóp hefur sérstaklega góð áhrif.

Sessý lærði klassískt á píano í sjö ár sem barn og unglingur m.a. hjá Rögnvaldi og svo síðustu árin hjá Önnu Þorgrímsdóttur, tók þátt í söngstarfi í grunn- og menntaskóla, stundaði nám á tónmenntalínu Menntavísindasviðs HÍ og kláraði ársnám hjá Complete Vocal Tecnique í Kaupmannahöfn í prógrammi fyrir pro og semi-pro söngvara.

Hannesarholt er opið frá 11:30-17 alla daga nema mánudaga og eldhúsið er opið á sunnudögum til 14:30 og serverar rómaðan helgardögurð meðal annars.