Tix.is

Event info

Leikritið segir frá þeim tveim árum sem Anna Frank, 13 ára hollensk gyðingastúlka, dvaldist í felum undan nasistum á hrörlegu háalofti í vöruskemmu í Amsterdam, ásamt foreldrum sínum, systur og fjórum öðrum gyðingum. Þennan tíma heldur Anna dagbók sem hún trúir fyrir tilfinningum sínum og því hvernig hún upplifir þennan tíma þar sem skiptast á skin og skúrir.

Um er að ræða uppfærða leikgerð og nýja þýðingu sem hefur aldrei verið sýnd hér á landi. Þessi nýja leikgerð inniheldur kafla sem voru ekki birtir í fyrstu útgáfu bókarinnar, Dagbók Önnu Frank, sem leikritið er gert eftir. Gefa þessir kaflar nánari innsýn inn í hugarheim stúlkunnar.

Leikstjóri er Sigurður Líndal Þórisson og þýðandi Ingunn Snædal

AÐEINS SÝNT Í OKTÓBER!