Tix.is

Event info

Marína Ósk og Mikael Máni stjórna Syngjum saman í Hannesarholti sunnudaginn 25.október kl.14 Hannesarholt hefur hlúð að sönghefðinni síðastliðin rúm sjö ár með því að bjóða reglulega uppá fjöldasöng í Hljóðbergi. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.

Söngkonan Marína Ósk og gítarleikarinn Mikael Máni hafa starfað saman í tæp 6 ár sem dúettinn Marína & Mikael. Þau hafa getið sér gott orð á Íslenskri tónlistarsenu síðustu ár en fyrsta plata þeirra, “Beint heim” var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem jazzplata ársins 2018, auk þess sem sólóplötur þeirra beggja voru tilnefndar árið 2020. Þau hlakka mikið til að leiða Syngjum saman Hannesarholti í fyrsta skipti sunnudaginn 25.október kl.14.

Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Hannesarholt er opið frá 11.30-17 alla daga nema mánudaga. Eldhúsið er opið til 14.30 á sunnudögum.