Tix.is

  • Nov 7th 10:00 PM
Ticket price:2.000 kr.
Event info

Hljómsveitin Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Einnig slagar í 20 ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar „Mjög fræg geislaplata“ sem innihélt ljúfa hittara eins og „Ljóti karlinn“ og „Prakkararastrákur”. Í tilefni af því, stöðugum tónlistarlegum þorsta og þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið „Miðaldra“ og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika okkar sem miðaldra karlmanna. Sveitina skipar 7 manna kjarni sem tók algeru ástfóstri hver við annan þegar þeir kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Þeir byrjuðum að rotta okkur saman um 1990, þegar Sigfús trommari, sem er árinu yngri en flestir hinna, byrjaði í skólanum. Síðan þá hefur þessi hópur farið saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef það er gigg eða sammenkomst, mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því.”


Á þessum tónleikum mun 9 manna stórsveit flytja plötuna Miðaldra í heild sinni auk þess að telja í gamla slagara. Við verðum með magnað upphitunarband sem verður tilkynnt síðar.