Tix.is

Event info

Eftir þrenna tónleika í fyrra, algerlega frábærar viðtökur og margar fyrirspurnir höfum við ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Alanis Morissette heiðurstónleika þann 22. október næstkomandi á Græna Hattinum!


Platan Jagged Little Pill verður tekin í heild sinni ásamt öðrum stórslögurum tónlistarkonunnar og mun því 90´s andinn ráða ríkjum.

Jagged Little Pill er 10. mest selda plata allra tíma og hefur selst í um 33 milljónum eintaka út um allan heim. Platan situr tryggilega í 3. sæti á Billboard lista yfir áhrifamestu plötur tónlistarkvenna allra tíma.


Húsið opnar kl. 20:00, tónleikar hefjast á slaginu kl. 21:00 og miðasala fer fram á tix.is og graenihatturinn.is.

Takmarkaður fjöldi miða!


Fram koma:

Arna Rún Ómarsdóttir söngur

Helgi Reynir Jónsson gítar og bakraddir

Björgvin Birkir Björgvinsson gítar

Jón Ingimundarsson píanó

Erla Stefánsdóttir bassi og bakraddir

Rósa Björg Ómarsdóttir bakraddir

Gunnar Leó Pálsson trommur