Tix.is

Event info

Útgáfutónleikar Siggu Guðna / Sigríðar Guðnadóttur í Bæjarbíó.

Sigríður Guðnadóttir eða Sigga Guðna gefur út sinn annan sólódisk og heldur útgáfutónleika 18. september  2021 í Bæjarbíó.

Síðast seldist upp á tónleikana, þannig að það borgar sig auðvitað að tryggja sér miða í tíma.

Ásamt því að flytja nýtt efni eftir hana og aðra mun hún ásamt frábæru tónlistarfólki taka þekkt lög og má nefna lagið Freedom sem hún gerði frægt með hljómsveitinni Jet black Joe á sínum tíma.

Gullbarkinn Páll Rósinkranz mun koma fram og má búast við fleiri frábærum söngvurum.

Upptökum fóru fram í Stúdíó Paradís,   Jóhann Ásmundssom stjórnaði upptökum og sá um útsetningar ásamt Sigurgeir Sigmundssyni og Þóri Úlfarssyni. Raddútsetningar voru í höndum Írisar Guðmundsdóttur.

Hljómsveitina skipa

Sigurgeir Sigmundsson/ gítar.

Jóhann Ásmundsson/ bassa.

Þórir Úlfarsson/ píanó.

Birgir Nielssen/ trommur.

Grétar Lárus Matthíasson/ gítar og raddir.

Íris Guðmundsson /raddir.