Tix.is

Event info

Hjá fjölskyldunni verður allt að ganga upp, alltaf, hvert ár, hver jól

Í verkinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu með s tórskemmtilegum hætti. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega á einnar aldar tímabili!

Sagan hefst árið 1916, konur hafa nýverið fengið kosningarétt á Íslandi, bruninn mikli í Reykjavík er nýafstaðinn og fyrri heimsstyrjöldin geisar. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman hver jól og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, stofnun lýðveldisins, þorskastríð við Breta, hippatímabilið, breytingar í sjávarútvegi, kosningu fyrsta kvenforseta þjóðarinnar…

Viðburðarík saga íslenskrar stórfjölskyldu í 100 ár

Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!