Tix.is

Event info

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár.

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum.

 

Efnisskrá:


Helgi Heidar Stefánsson                             Nr. 6 í F-dúr, op. 10 nr. 2                              

Thomas Higgerson                                     Nr. 7 í D-dúr, op. 10 nr. 3  

hlé                          

Valgerður Andrésdóttir                             Nr. 12 í As-dúr, op. 26                                  

 Anna Málfríður Sigurðardóttir               Nr. 30 í E-dúr, op. 109                                  



Um flytjendur: 


Valgerður Andrésdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði nám við Tónlistarháskólann í Berlín þaðan sem hún lauk prófi árið 1992. Hún bjó í Kaupmannahöfn í nokkur ár þar sem hún starfaði við kennslu og píanóleik. Valgerður hélt sína fyrstu einleikstónleika 1990 og síðan þá hefur hún haldið reglulega tónleika og spilað með ýmsum kammerhópum og söngvurum. Hún hefur m.a. unnið með Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Valgerður starfar nú við Tónlistarskólann í Hafnarfirði

 

Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.