Tix.is

  • Nov 14th 16:00
Ticket price:3.990 - 4.400 kr.
Event info

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár.

 

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum.

 

Efnisskrá:

 

Píanósónata nr. 1 í f-moll, opus 2 nr. 1
Píanóleikari:       Mariia Ishchenko                          

Hlé  

Píanósónata nr. 26 í Es-dúr, opus 81a (Les Adieux / Das Lebewohl)      
Píanóleikari:       Kristján Karl Bragason        


         

 Arnar Jónsson leikari les stutta pistla úr þýðingum Árna Kristjánssonar píanóleikara um Beethoven á undan hverri sónötu.


Um flytjendur: 

Kristján Karl Bragason hóf píanónám í Tónlistarskólanum á Dalvík hjá Lidiu Kolosowska, hjæa prof. Marek Podhajski við Tónlistarskóla Akureyrar og hjá Halldóri Haraldssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á árunum 2005 – 2012 stundaði Kristján framhaldsnám í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Noregi. Hann lauk mastersnámi frá Conservatorium Maastricht 2012. Hann var einn stofnenda og listarænna stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Bergmáls á Dalvík 2010 – 2016 þar sem hann flutti fjölda einleiks- og kammerverka. Kristján hefur einbeitt sér að flutningi kammertónlistar samhliða starfi sem meðleikari og píanókennari við Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Mariia Ishchenko hefur verið búsett á Íslandi frá 2018. Hún stundaði nám við Lyakhovickaya tónlistarskólann frá við Musorgsky Music College og College of Culture, síðar stundaði hún nám við Glazunov State Conservatory og hlaut að loknu námi Internship Diploma, Assistanstship og Postgraduate gráðu. Mariia hefur hlotið verðlaun frá ýmsum Rússneskum og alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Hún vann í tónlistarskóla sem meðleikari og píanókennari í 5 ár. Í fyrra var hún meðleikari fyrir Fiðlarann á þakinu í Keflavík. Hún hefur einnig spilað tónleika með ýmsum óperusöngvurum.

 

Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.