Tix.is

Event info

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár.

 

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum.

 

Efnisskrá

Píanósónata nr. 9 í E-dúr, opus 14 nr. 1              
Píanóleikari:       Laufey Sigrún Haraldsdóttir
             
 

Píanósónata nr. 10 í G-dúr, opus 14 nr. 2
Píanóleikari:       Sólborg Valdimarsdóttir              


Hlé 

   

Píanósónata nr. 21 í C-dúr, opus 53 (Waldstein)
Píanóleikari:       Aladár Rácz


Arnar Jónsson leikari les stutta pistla úr þýðingum Árna Kristjánssonar píanóleikara um Beethoven á undan hverri sónötu.

 

Um flytjendur:

Aladár Rácz hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999. Hann stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og sjálfur haldið masterclassnámskeið fyrir píanónemendur. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. 

Laufey Sigrún Haraldsdóttir nam píanóleik í Tónlistarskólanum á Akureyri. Síðan lauk hún B.Mus prófi í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og M.Mus prófi frá tónlistarháskólanum í Árósum. Laufey hefur starfar sem tónlistarkennari og meðleikari, unnið með ýmsum tónlistarhópum og söngvurum undanfarin ár. Hún hefur meðal annars tekið þátt í, hljóðspunaverkefnum, flutningi klassískrar tónlistar og tónlist fyrir jóga. Hún kom reglulega fram í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga og hefur einnig staðið fyrir og komið fram á tónleikum víðsvegar á landinu og erlendis, með aðaláherslu á flutning kammertónlistar.  

Sólborg Valdimarsdóttir lauk B.Mus. gráðu frá Listaháskóla Íslands lauk í kjölfarið mastersprófi frá Det Jyske Musikkonservatorium í Árósu. Frá því Sólborg lauk framhaldsnámi árið 2011 hefur hún kennt á píanó við Tónlistarskóla Árbæjar og Tónskóla Eddu Borg en hefur einnig verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi. Auk þess að koma fram á tónlistarhátíðum á við Pearls of Icelandic Songs í Hörpu, Tónlistarhátíð Unga fólksins og Óperudögum, hefur hún annast skipulagningu fjölda tónleika og komið fram víða.


Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.