Tix.is

Event info

SYCAMORE TREE Á SÖNGBÓK SJÁLANDS

Hljómsveitin Sycamore Tree sem skipuð er Gunna Hilmars og Ágústu Evu koma fram á Söngbók Sjálands laugardaginn 18. júlí næst komandi. Sérstakir gestir verða : Arnar Guðjónsson og Þorleifur Gaukur Davíðsson

Tónlist þeirra Ágústu og Gunna hefur vakið mikla athygli hérna heima og erlendis síðustu misseri. Lagasmíðarnar eru seiðandi sveipaðar dulúð en um leið kraftmiklar. Síðustu mánuði hafa þau veriið að vinna með fólki á borð við Rick Nowels upptökustjóra en en hann hef­ur próduserað tónlist meðal ann­ars fyr­ir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og marga fleiri.

Í síðustu viku kom út lagið BEAST IN MY BONES og hefur það eins og annað efni frá þeim fengið góðar viðtökur.

Tónleikarnir eru laugardaginn 18. júlí.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og standa til 23:00.

Miðaverð er 4.900,- aðeins eru 200 miðar í boði.