Tix.is

Event info

Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn heimsækja Sjálandi Garðabæ 16. júlí. Þar deila sviði einn ástsælasti söngvari landsins ásamt einu af okkar mesta gítarséníi. Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Hann sló fyrst í gegn með plötunni Undraland með hljómsveit sinni, Valdimar. Eftir það hefur hann farið um víðan völl í tónlistinni og auk þess að gefa út tvær plötur til viðbótar með hljómsveit sinni hefur Valdimar sungið á tónleikum og á upptökum í hinum ýmsu tónlistarstefnum, allt frá jazzi til rapps.

Það er öruggt að þeir munu kokka upp einhverja unaðslega snilld í sameiningu og kreista fram mörg bros og eflaust nokkur tár. Valdimar og Örn hafa starfað saman í fjölda verkefna en þeir héldu til að mynda óborganlega tónleika í Havarí haustið 2016 ásamt Gosum. Búið ykkur undir dásamlega kvöldstund með þessum eðalmönnum

Miðaverð 4.900 í forsölu.