Tix.is

Event info

HJARTA HAFNARFJARÐAR:

Á föstudagskvöldinu verður það svo Nýdönsk sem stillir sér upp á sviðinu í Bæjarbíó. Framlag þeirra til dægurmenningar Íslands er ótvírætt, lagalistinn er langur og fjölbreyttur og þá skemmir ekki að í hljómsveitinni eru bæði fanta lagasmiðir og afburða hljóðfæraleikarar.

Hljómsveitin hefur ítrekað fyllt Bæjarbíó og oftar en ekki kvöld eftir kvöld. Það má því ljóst vera að miðarnir á þessa tónleika stoppa ekki lengi í lúgunni á tix.is.

Hljómsveitina skipa sem fyrr; Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm, Stefán Hjörleifsson og þeim til aðstoðar er Ingi Skúlason, bassaleikari.