Tix.is

Event info

Það á enginn að þurfa að vera saddur eftir að hafa borðað forrétt. Það er líklega það sorglegasta sem ég veit. Að ímynda sér, að vera ekki einu sinni hálfnaður með kvöldverðinn en vera samt orðinn saddur?

Þriggja rétta er nýtt íslenskt absúrd leikverk. Það var frumsýnt á Reykjavík Fringe hátíðinni í Tjarnarbíó í sumar. Boðið verður upp á þrjá rétti; forréttindi, aðalréttindi og eftirréttindi.

Handrit: Magnús Thorlacius
Leikstjórn/samsköpun: Bjartur Örn Bachmann
Aðstoðarleikstjórn/samsköpun: Anna Róshildur Benediktsdóttir
Leikarar/samsköpun: Hafsteinn Níelsson, Jóhanna Steina Matthíasdóttir
Leikmynd: Egle Sipaviciute
Sérstakar þakkir: Una Torfadóttir, Starkaður Pétursson