Tix.is

Event info

Hinn alræmdi farandsöngvari, Svavar Knútur, heldur tónleika í Haukadal. Á tónleikunum mun Svavar Knútur flytja blöndu af frumsömdum lögum og sígildri dagskrá Íslenskra og erlendra sönglaga auk þess sem hann segir furðusögur og gleður viðstadda með sérvisku sinni.

Svavar Knútur hefur undanfarið ferðast mikið erlendis með tónlist sína, en með í ferð verður m.a. síðasta plata hans, Ahoy! Side A.

 

Börn og unglingar eru að sjálfsögðu velkomin á tónleikana í fylgd með fullorðnum og kostar ekki inn fyrir þau.