Skip to content

Tix.is

Bravó

Event info

Í kjölfar útgáfu plötunnar Búum til börn sumarið 2010 festu drengirnir í Moses Hightower sig í sessi sem dugmikla og metnaðarfulla flytjendur, ekki síður en framleiðendur, seigfljótandi og sálarskotinnar tónlistar.

Sumarið 2012 kom út Önnur Mósebók, sem var m.a. valin plata ársins hjá Fréttablaðinu, en hljómsveitin fékk Menningarverðlaun DV það árið og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð.

2013 kom út hin rómaða remixplata Mixtúrur úr Mósebók, en nú vinnur hljómsveitin af sínu yfirvegaða kappi að sinni þriðju breiðskífu, sem kemur út á næsta ári.