Tix.is

Borgarleikhús

Event info

Útskriftarsýning Danslistarskóla JSB
Borgarleikhúsinu laugardaginn 9.desember kl.15:00

Um er að ræða metnaðarfulla listdanssýningu þar sem sýnd verða dansverk úr smiðju útskriftarnema af Listdansbraut JSB. Verkin urðu til á haustönn undir handleiðslu Irmu Gunnarsdóttur og Rósu Rúnar Aðalsteinsdóttur.

Yngri nemendur af listdanbraut skólans eru einnig þátttakendur í sýningunni. Sýnd verða verkin FRIDA OG DAGUR HINNA DAUÐU eftir Gerði Guðjónsdóttur og Þórunni Ylfu Brynjólfsdóttur auk þess sem yngstu nemendur brautarinnar munu kynda undir hátíðarstemningu kvöldsins með glæsilegu jólaatriði eftir þær Söndru Ómarsdóttur og Rósu Rún Aðalsteinsdóttur.

Rúsínan í pylsuendanum er svo frumsamið dansverk eftir Katrínu Ingvadóttur danslistarkonu. Verkið er sérstaklega samið fyrir útskriftarárgang JSB. Að lokinni sýningu fer fram útskriftarathöfn á sviði. Vinir, vandamenn, nemendur JSB og aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.