Skip to content

Tix.is

Borgarleikhús

  • Mar 28th 20:00
  • Apr 3rd 20:00
  • May 3rd 20:00

Ticket price:7.800 kr.

Event info

Lúna
Magnað, beitt og meinfyndið verk úr smiðju Tyrfings

Sýningar hefjast 13. september

Salur: Litla svið

Lúna snýr aftur á Litla sviðið eftir fádæma góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda.

Í brakandi fersku verki eftir höfuðskáld okkar Íslendinga, Tyrfing Tyrfingsson, er komið aðfangadagskvöld og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir sem á erindi við Inga.

Eins og allir vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru jafnframt svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en við hin.

Lúna er áttunda leikrit Tyrfings Tyrfingssonar og það sjötta sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þeir Stefán Jónsson, leikstjóri, sameina nú krafta sína í þriðja sinn í þessari mögnuðu sýningu sem hlaut fádæma viðtökur og fjórar Grímutilfnefningar á síðasta leikári.

Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson

Leikstjórn: Stefán Jónsson

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Helga I. Stefánsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson