Skip to content

Tix.is

Borgarleikhús

Event info

Getur orðið til töfrandi ævintýraheimur úr ruslinu sem við hendum? Endurvinnsla, undirvitund, umbreyting.

Hvað gerir stúlka sem þarf að finna sig á nýjum stað? Til að takast á við stórar áskoranir þarf oft hugrekki til að kafa niður á órætt dýpi. Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl ! Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri. Saga stúlkunnar er ófyrirsjáanleg og spennandi en á sama tíma notalega kunnugleg. Töfrandi saga og ævintýraleg upplifun!

Samstarf við sviðslistahópinn 10 fingur.

Leikhópurinn 10 fingur hefur um árabil lagt áherslu á að gera sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman. Þau hafa sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar og má þar meðal annars nefna sýningarnar "Skrímslið litla systir mín" og "LÍFIÐ - stórskemmtilegt drullumall” sem mörgum eru minnistæðar fyrir óvænta leikhústöfra og ljóðrænt sjónarspil sem snertir um leið við áhorfendum.


Höfundar

10 fingur

Leikstjórn

Helga Arnalds

Leikmynd og myndheimur

Eva Signý Berger

Helga Arnalds

Búningar

Eva Signý Berger

Aðstoðarleikstjórn

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Tónlist og hljóðmynd

Valgeir Sigurðsson

Sviðshreyfingar

Katrín Gunnarsdóttir

Hönnun lýsingar og tæknistjórnun

Fjölnir Gíslason

Kjartan Darri Kristjánsson

Búningasaumur

Alexía Rós Gylfadóttir

Framkvæmda- og kynningastjórn

Alexía Björg Jóhannesdóttir

Smiðjur og fræðsla

Alexía Rós Gylfadóttir

Ýr Jóhannsdóttir

Aðstoð við handritsgerð og fræðslu

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Leikarar

Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Kjartan Darri Kristjánsson