Skip to content

Tix.is

Borgarleikhús

Event info

„Hvað verður til þess að maður tekur ákvörðun um að svipta sig lífi?“


”Willy Loman hefur aldrei malað gull. Nafn hans hefur aldrei verið í blöðunum. Hann er ekki mesta göfugmenni sem uppi hefur verið. En hann er manneskja og núna á hann mjög bágt. Og þess vegna þurfum við að sýna honum nærgætni. Ég ætla ekki að horfa upp á hann fara í gröfina eins og hann væri gamall, umkomulaus hundur. Manneskju í hans aðstæðum þarf að sýna nærgætni, mikla nærgætni.”

Sölumaðurinn hefur tekist á við hlutverk sitt, nánast af fullkomnun, allt sitt líf. Hann elur með sér þann draum að verða númer eitt. Draum um hamingjuríkt líf, velgengni og frægð. Draum um viðurkenningu.

Þegar komið er að leiðarlokum í annasömu lífi Willy Lomans er ljóst að draumar hans hafa ekki ræst. Hann ferðaðist um sem sölumaður í fjölda ára en er nú að þrotum kominn. Tryggustu viðskiptavinir hans eru látnir eða hafa flutt á brott, yngri samstarfsmenn vinna skilvirkara. Sölumennskan er orðin að martröð. Þegar nýr og ungur yfirmaður segir Willy upp störfum, hefst erfið sjálfsskoðun þar sem hann lítur til baka og reynir að skilja hvað fór úrskeiðis. Lífslygin er allsráðandi og gæfuleysi barnanna, sem geta ekki sigrast á falskri hugmyndafræði eldri kynslóðarinnar, verður honum um megn. Hann sér aðeins eina útgönguleið: Sjálfsvíg, dulbúið sem bílslys, svo að fjölskylda hans fái líftrygginguna og geti lifað af henni.

Sölumaður deyr er harmræn saga um hrun sjálfsmyndar. Saga fórnarlambs hins vægðarlausa Ameríska draums um árangur og fjárhagslega velmegun, um glæst og áhyggjulaust líf. Sölumaður deyr er þekktasta leikrit Arthurs Millers og löngum talið eitt mesta meistaraverk 20. aldar í leikritun. Það var frumsýnt árið 1949 og hlaut hin virtu Pulizerverðlaun sama ár.


Höfundur

Arthur Miller

Þýðing

Kristján Þórður Hrafnsson

Leikstjórn

Kristín Jóhannesdóttir

Leikmynd

Brynja Björnsdóttir

Búningar

Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing

Pálmi Jónsson

Tónlist

Gyða Valtýsdóttir

Leikgervi

Margrét Benediktsdóttir

Hljóð

Garðar Borgþórsson

Leikarar

Arnar Dan Kristjánsson, Aron Már Ólafsson, Esther Talía Casey, Jóhann Sigurðsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Stefán Jónsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann og Þórunn Arna Kristjánsdóttir