Skip to content

Tix.is

Bæjarbíó

  • From 15 November
  • To 23 December
  • 116 dates

Ticket price:1.200 kr.

Event info

Skautasvell í Jólabænum Hafnarfirði frá 15. nóvember til 23. desember 2024
Í nóvember og desember mun Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Bæjarbíó starfrækja Hjartasvellið, 200 fermetra skautasvell fyrir ungt fólk á öllum aldri. Svellið var opnað á aðventunni 2021 og hefur aldeilis slegið í gegn hjá unga fólkinu. Hjartasvellið verður í ár, líkt og í fyrra staðsett beint á móti Bæjarbíó fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar. Þessi staðsetning mun tengja mjög skemmtilega saman Jólaþorpið í miðbænum og ljósadýrðina í Hellisgerði. Svo er tilvalið að skella sér á Bókasafn Hafnarfjarðar eftir skautaferðina, ylja sér og glugga í bók.

100% vistvænt og 100% skemmtilegt
Hjartasvellið er 100% vistvænt þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta það. Svellið er byggt á sérhönnuðum gerviísplötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís sem býður uppá frábæra afþreyingu, upplifun og hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Skautaferðirnar eru þegar komnar í sölu á tix.is og innifalin er leiga á skautum og hjálmi. Best að panta ferðina á tix.is

Hjartasvellið verður opið sem hér segir
  • Fimmtudaga frá kl. 16-21 (Frá 5 des)
  • Föstudaga frá kl. 16-21
  • Laugardaga frá kl. 12-21
  • Sunnudaga frá kl. 12-18


Fyrirkomulagið er einfalt:
  • Þú pantar þína skautaferð og skauta á hjartasvellid.is og www.tix.is(best er að tryggja sér skautaferðina með því að kaupa miða fyrirfram á netinu)
  • Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum
  • Mikilvægt er að mæta tímanlega til að forðast raðir
  • Hægt er að kaupa allt að átta ferðir á 4.000 kr í sérstökum fjölskyldupakka og reiknast afslátturinn í körfunni sjálfkrafa. Eingöngu er hægt að kaupa fjöldskyldupakkann á tix.is
======================================================================

PRAKTÍST MÁL

VERÐ
  • Hver skautaferð kostar 1.200 kr og eru skautar og hjálmur innifalið í ferðinni
  • Sami fjöldskyldupakki og í fyrra 4.000 kr
  • OPNUNARDAGUR OG FRÁVIK DAGA
  • Opnum 15. nóvember og lokum á þorláksmessukvöld
  • Lokað á fimmtudögum til 5 desember