Álfgrímur Aðalsteinsson
Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands
Sviðshöfundabraut
-------
Á Milli Stjarnanna er sjálfsævisögulegur söngleikur sem segir dramatíska sögu poppstjörnunnar Blossa. Áhorfendur fylgja ferðalagi hans frá æsku til frægðar og fá innsýn í áhrif Madame Bourgeois söngkennara og lífsþjálfa, sem opnaði dyr fyrir hann í París og Los Angeles. Sýningin fjallar einnig um þær áskoranir sem fylgja flóknu sambandi Blossa við æskuvinkonu sína og fyrrum nágranna, tónlistarkonuna Bríeti, en þau hittast aftur eftir að hafa misst sambandið. Einnig er vikið að samskiptum hans við leikkonuna Lindsay Lohan og slúðrinu sem því fylgdi. Með tilfinningaríkum lögum lifnar saga poppstjörnunnar Blossa og vegferð hans í tónlistarheiminum við á sviðinu í þessari einstöku sýningu.
Álfgrímur Aðalsteinsson er söngvari, lagahöfundur og nemandi á 3. ári sviðshöfundabrautar. Hann hefur lært söng og píanó við FÍH og spænsku í Háskóla Íslands og starfar nú einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Blossi er hliðarsjálf Álfgríms og hefur hann gefið út tónlist undir því nafni og einnig komið fram á ýmsum tónleikum og viðburðum. Auk tónlistar hefur hann unnið ýmis störf tengd samfélagsmiðlum og búningahönnun fyrir leikhús.
AÐSTANDENDUR:
Höfundur: Álfgrímur Aðalsteinsson
Leikstjóri: Álfgrímur Aðalsteinsson
Aðstoðarleikstjóri: Gísli Örn Garðarsson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlistarstjórn: Kolbrún Óskarsdóttir & Hrannar Máni Ólafsson
Sviðshreyfingar: Guðrún Kara Ingudóttir
Grafísk hönnun: Steinunn Sigþrúðardóttir
Ljósmyndun: Saga Sigurðardóttir
Flytjendur:
Álfgrímur Aðalsteinsson
Steiney Skúladóttir
Vigdís Hafliðadóttir
Kristinn Óli Haraldsson
Halldóra Geirharðsdóttir
Bríet Ísis Elfar
HVENÆR//WHEN:
26. mars kl 17:00 og 20:00
1 klukkustund og 30 mínútur ekkert hlé
HVAR//WHERE:
Borgarleikhúsið – Litla svið
Listabraut 3, 103 Reykjavík