Tix.is

Um viðburðinn

20.30 - SVÆÐIÐ OPNAR
21.00 - OYAMA
21.50 - DINOSAUR JR.
23.10 - ÁÆTLAÐUR ENDIR*

* Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar.

Aðdáendur þeirra urðu þrumulostnir þegar þeir komu aftur saman árið 2005 og undruðust enn meira þegar þeir sögðu að þeir væru hvergi nærri hættir. Síðan þeir snéru aftur hafa þeir gefið út fjórar plötur og ferðast heimshorna á milli. Nú er þetta goðsagnakennda rokkband á leið til Íslands og þann 22. júlí ætla þeir að hækka magnarana upp í 12 og rífa þakið af Hörpu vopnaðir bæði gömlum slögurum og nýjum.

Reykvíska sveitin Oyama mun sjá um upphitun en hún spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins og hefur hlotið mikið lof fyrir, bæði á Íslandi og víðsvegar um Evrópu auk Japan. Í lagasmíðum sínum sækja þau mikinn innblástur í Dinosaur Jr. og hafa Lou Barlow og J Mascis haft töluverð áhrif á þau sem tónlistarfólk.

Dinosaur Jr. er ein af áhrifamestu hljómsveitum jaðarrokksins á níunda áratugnum. Sveitin var stofnuð árið 1984 og kom þá með ferskan andvara inn í rokksenu Bandaríkjanna. Meðlimir sveitarinnar segja innblásturinn hafa komið frá listamönnum á borð við Rolling Stones, Beach Boys, Nick Cave, The Ramones og Motörhead. Gerald Cosloy (Homestead Records) lýsti útkomunni sem „undarlegri blöndu ... ekki beint popp, ekki beint pönk – tónlistin var algjörlega sér á báti“.

Það er alveg hreint ótrúlegt að árið 2016 var hægt að tryllast yfir nýrri Dinosaur Jr. plötu. Innan um alla þá ringulreið sem einkennir heiminn í dag þá getum við reitt okkur á þessa gömlu góðu rokkara. Upprunalegu meðlimirnir eru J Mascis, Lou Barlow og Murph og tóku þeir aðeins upp þrjár plötur í fullri lengd áður en mannabreytingar urðu á sveitinni á síðustu öld. Nú eftir að tríóið tók aftur upp þráðinn hafa strákarnir gefið út fjórar plötur í fullri lengd. Síðan þeir komu aftur saman hafa þeir vakið sérstaka hrifningu fyrir lifandi flutning og má þar t.d. nefna 30 ára afmælistónleika fyrstu plötu þeirra árið 2015 þar sem þeir buðu áhorfendum upp á hrífandi nostalgíuveislu við frábærar viðtökur. 

Fyrir ári gáfu þeir út plötuna Give a Glimpse of What Yer Not með glás af nýju efni en sú plata hlaut mikið lof gagnrýnenda og er með hið stórfína meðaltal 80/100 á Metacritic.

Umsjón: Sena Live