Tix.is

Um viðburðinn

Herbie Hancock ásamt þeim Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin

Herbie Hancock er sannkallaður risi innan nútímatónlistar. Sem 11 ára undrabarn spilaði Herbie fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Allan sinn feril hefur hann ótrauður leitað í aðrar tónlistarstefnur án þess að glata sérkennum sínum. Hann hefur verið að í meira en fimm áratugi og getur státað af 14 Grammy – verðlaunum, nú síðast fyrir hljómplötuna River: The Joni Letters.

Tónlist hans heldur áfram að heilla menn um heim allan og alkunna er að ungir jasspíanóleikarar leita óspart í smiðju hans. Þeir eru ekki margir sem hafa haft viðlíka áhrif á jass og Herbie Hancock, eða eins og hinn goðsagnakenndi Miles Davis sagði í ævisögu sinni: „Herbie tók við kyndlinum eftir Bud Powell og Thelonious Monk, og ég hef ekki ennþá séð einhvern annan arftaka.“

Nú þegar meira en hálfrar aldar starf liggur að baki er Hancock enn í framvarðafylkingu tónlistarmanna sem láta sig varða heimsmenningu, tækni og tónlist. Auk þess að vera bæði frábær tónsmiður og píanóleikari, þá hefur hann átt drjúgan þátt þróun dægurtónlistar allt frá því í byrjun sjöunda áratugar liðinnar aldar. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun jassins og hefur sjálfur blandað saman marvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur.